Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Svör við spurningum Margrétar:

Hér eru tenglar á svör okkar við þessum spurningum frá Margréti Haraldsdóttur:

  • Umfjöllun um hópinn, sem valinn er, út frá hugmyndinni um frávikshegðun. HÉR
  • Skilgreina hugtakið minnihlutahópa og setja valinn hóp í samhengi við hugtakið. Hér
  • Lagaleg staða er um löghliðin frávik eða ólöghlíðni að ræða. Útskýra ræða og rökstyðja.Hér
  • Félagsleg staða hópsins. Hér
  • Beita kenningu um frávik til að skilgreina frávik og tengja ykkar efni.Hér og hér.
  • Fjalla um helstu stofnanir/samtök sem tengjast ykkar efni.Hér
  • Hvað stendur í kennslubókinni um þetta efni.Hér
  • Samantekt. Mat og niðurstaða. Hér

 Svo má leynast svör við nokkrum af þessum spurningum í aukaefni sem við höfum sett á síðuna s.s Myndbandið og 2 viðtöl við geðsjúka.
Einnig er gott að lesa bloggin fyrir fyrir okkar álit á hlutunum og skoða tenglana fyrir meira ítarefni.


Thomas Szazs mitt álit

Ég skrifaði örlítið um Thomas Szasz og um hans kenningar og skoðanir. Eins og fram kemur í greininni er hann mjög umdeildur fræðimaður. Mín persónulega skoðun er sú að Thomas Szasz sé á heldur gráu svæði þegar að hann talar um að geðsjúktómar séu yfir höfuð ekki til og séu þess í stað bara ímyndunin ein. Aðrir kunna þá að vera á annari skoðun en ég og þá er það líka allt í lagi þar sem að Thomas er ágætur til síns brúks og hefur hann lagt fram mikilvægar kenningar um stimplun og fleira til læknis,- og félagsfræðinnar.

kv Arnar


Fyrirlesturinn góði

Jæja þá er ég búinn að setja fyrirlesturinn sem við strákarnir fengum tíu fyrir inn á þessa síðu. Eins og þið sjáið þá kennir þar ímissa grasa enda feiknarlega mikil vinna lögð í hann og metnaðurinn innan hópsins leyndi sér ekki. Enda var ekki annars að vænta frá okkur þar sem að við erum allir þraut þjálfaðir grænhúfunemendur af Margréti Haraldsdóttur. Maður uppsker eins og maður sáir og það sýndi sig svo sannarlega að þessu sinni.

Kv Arnar  Smile


CoDa heimsókn sem misfórst

Ég ákvað að fara með pabba mínum á CoDa (nafnlausir meðvirklar ; Co-Dependents anonymous) fund sem hann ætlaði að prufa að kíkja á.
Þegar við komum inn vorum við boðnir velkomnir, allt í lagi með það, og settumst við á sinn hvorn stólinn. Þá byrjaði fundurinn með upplestri á einhverju sem ég man ekki alveg hvað var en ég held að það hafi verið hvað CoDa stendur fyrir, eftir það voru þeir sem voru að koma í fyrsta, annað, eða þriðja sinn látnir kynna sig, þegar röðin var komin að mér þá stóð ég upp og kynnti mig og sagðist vera að kynna mér þetta fyrir námið mitt, og loksins þegar allir voru búnir að kynna sig, þá réttir ein manneskja upp hendina og fer eitthvað að kvarta yfir því að ég gæti farið með þetta eitthvað lengra og yfir því að ég myndi opinbera eitthvað um hvað fólk væri að segja á fundinum, og síðan eitthvað líka um að ég gæti verið frá öðrum samtökum (skildi ekki alveg hvað hann var að tala um þar) þá reindi ég að útskýra það fyrir honum að ég væri einungis að reyna að kynna mér þetta fyrir sjálfan mig og fyrir það nám sem ég ætla mér að fara í í framtíðinni.

Þá sagði konan sem stjórnaði fundinum, "réttið upp hönd sem eru samþykkir því að hann fái að vera hér áfram", og allir réttu upp hönd nema þessi ónefnda manneskja, og þá sagði konan "ok meiri hlutinn ræður" en auðvitað þurfti manneskjan að vera áfram með leiðindi og segja að það ætti nú að vera nóg að ein manneskja mótmælti, þannig að ég og pabbi stóðum bara upp og fórum út og sögðum við manneskjuna að við færum þá bara, þar sem að honum fannst við (eða ég) ekki velkominn, og það labbaði ein kona með okkur út og sagðist vera hneigsluð þar sem að þetta væri fundur opinn fyrir alla sem vildu.

Eina ástæðan fyrir því að ég gef nú upp hvað einhver sagði er af því að ég er svo hneigslaður hvað sumar manneskjur geta verið með tilgangslaus leiðindi, og hefði þessi manneskja bara leift mér að vera í friði þá hefði ég bara bloggað um það að ég hafði farið á þennan fund og sagt hvað mér fannst en ekki gefið upp hvað neinn sagði.

 Kv. Aron Björn Kristinsson


Persónuleg reynsla

Pabbi minn þjáist af geðsjúkdóm sem kallast geðhvarfaýki sem einkennist af mislöngum tímabilum af þunglyndi og örlyndi(maníu). Á þessum tímabilum getur sjúklingurinn verið sturlaður þ.e.a.s. að raunveruleikaskyn hans er brenglað. Hversu oft sjúklingurinn fer á þessi tímabil er einstaklingsbundið og sumir fara jafnvel bara á eitt slíkt á ævinni en líklegra er að fólk fari oftar á þau ef meðferð er ekki hafin sem fyrst. Talið er að 1 - 2% landsmanna þjáist af geðhvarfasýki.

Mín reynsla er sú að pabbi hefur gengið oftar í gegnum þunnglyndis tímabil, þá getur hann ekki sofnað fyrr en undir morgun og sefur þá þ.a.l. langt fram á dag. Þá situr hann oftar en ekki í sófanum og hugsar um eitthvað sem ég veit ekki um. Kannski dauðann? Þegar hann er á þessu tímabili er hann atorkulaus og þróttlítill, erfiður til viðræðna og er oft eins og hann gangi í svefni. Stundum þegar hann fer í þunglyndi þá "brenglast" hann eða raunveruleikaskyn hans og honum finnst að enginn skilji sig og að enginn elski sig, og vegna þessa hefur hann reynt að svifta sig lífi en mistekist lukkulega.
Það er erfitt að búa með honum þegar hann er svona og þegar hann bjó annarsstaðar en heima þá heimsóttum við hann kannski allt of sjaldan og kannski þess vegna hefur honum fundist að enginn elski sig þegar hann fór í þunglyndi.

Ég man ekki eftir honum í örlyndi og kannski hefur hann tekið það út áður en ég man eftir mér eða þegar hann bjó ekki heima þannig að ég get ekki lýst því hvernig hann er þá.

En á milli þess sem hann fer í þunglyndi þá er hann alveg eðlilegur, hann er þá bara pabbi, hann skammast yfir ýmsu eins og allir foreldrar gera, hann spjallar, er í tölvunni, spjallar, fer út að skemmta sér með mömmu bara eins og flestir gera.

Ég hef lítið annað að segja og fer ekkert ýtarlegra en þetta um mína reynslu, þó svo að margt annað geti verið sagt.

kv. Aron B. Kristinsson


Hugleiðing um klepp

Þegar við áttum að ákveða um hvaða stofnun við vildum fjalla um í tengslum við frávik og minnihlutahópa leist okkur vel á að fjalla um Klepp. Eitthvað varð lítið úr því, þar sem að yfirmennirnir þar vildu greinilega lítið við okkur tala.

Við fórum því og töluðum við Geðhjálp og einnig formann Geðhjálpar og Öryrkjabandalagsins - Sigurstein Másson. Báðir aðilar voru á því máli að stofnanir eins og Kleppur séu löngu úreltar þótt þær séu vissulega ekki jafn ómanneskjulegar eins og fyrir nokkrum áratugum. Þau telja að fólk eigi ekki að vera lokað inni á stofnunum eins og hvert annað húsdýr, og það er mjög slæmt að hrúga saman fólki sem á erfitt og með geðsjúkdóma. Besta ráðið til að lækna geðsjúkdóma er félagsleg þáttaka - leyfa þeim sem þjást af geðsjúkdómum að taka þátt í samfélaginu eins og hver annar. Geðhjálp og Sigursteinn leggja til að lítil sambýli með umsjónarmönnum verði tekin upp. Sambýlin myndu vera með um 5 sjúklingum og þeim yrði hjálpað að fóta sig í samfélaginu.

 Við vonum að íslensk stjórnvöld taki þetta til greina því geðsjúkt fólk á Íslandi býr ekki við þær aðstæður sem það á skilið og það væri öllum til bóta ef unnið væri í því að lækna það.


Greinar

Jæja þá er ég búinn að setja linka á tvær mjög áhugaverðar greinar af vísindavefnum um geðveiki, þið getið skoðar hér til hliðar undir "Greinar um geðveiki"

kv. Aron 


Öppdeit...

Já eins og sjá má hér að neðar er vídógúrúinn Viktor Bogdanski búinn að setja viðtalið við hann Sigurstein Másson inn á síðuna og svo stefnum við að því að bæta við fyrirlestrinum okkar(sem við fengum bæðevei 10 fyrir, montmont :P ) inn á síðuna svo fleiri geti notið hans.

Svo verða vonandi fleiri uppfærslur á næstunni, bíðið spennt 


Myndband

Nú höfum við sett inn myndband sem er rúmlega 40 mínútur. En myndband þetta sýnir ykkur viðtal við Sigurstein Másson, og við viljum þakka honum kærlega fyrir hjálpina.

Endilega skoðið myndbandið, en það er undir nafninu "Viðtal við Sigurstein Másson" hér til vinstri á síðunni. Takk fyrir


Loksins komið í gang

Jæja, loksins er komið skrið á þessa litlu sætu síðu okkar. Margt búið að ganga á afturfótunum en vandamálin eru bara til þess að leysa þau og ég held að þetta hafi allt farið vel hjá okkur. Við erum búnir að fara í tvær heimsóknir, annarsvegar í Geðhjálp og hins vegar fórum við í Öryrkjabandalagið og ræddum þar við Sigurstein Másson, formann Geðhjálpar og Öryrkjabandalagsins.

Bæði viðtölin voru afar fróðleg og skemmtileg og stefnum við á að setja meira efni úr þeim heimsóknum hér á síðuna, fylgist með! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband