Leita í fréttum mbl.is

Lagaleg staða geðsjúkra

Geðsjúkir eru löghlýðin frávik. Það eru til dæmi um að geðsjúkir fremji afbrot en það er undantekning frekar en regla. Það er mikill misskilningur að geðsjúklingar séu upp til hópa afbrotamenn, geðsjúkir fremja færri afbrot heldur en fólk sem á ekki við geðræn vandamál að stríða. Þeir sem eru greindir geðsjúkir eru ekki sendir í fangelsi heldur frekar á geðsjúkrahús til meðferðar í ákveðið langan tíma.

Geðveikir hafa sama lagalega rétt og aðrir þegnar þjóðfélagsins, eins og segir í 65. gr. stjórnarskrárinnar; "Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti."

 

Til að fá ítarlegra svar klikkið HÉR og finnið kafla 5 um Stefnu stjórnvalda til búsetu skv. lögum og reglugerð. (Félagsmálaráðuneytið - Áfangaskýrsla 01.03.06)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband