Leita í fréttum mbl.is

Félagsleg staða geðsjúkra

Félagslega staða geðfatlaðra er sú að þeir eru ekki mjög sýnilegir í samfélaginu, þar sem það sést ekki alltaf hvort fólk þjáist af geðsjúkdóm eða ekki, margir halda að geðsjúkt folk sé eitthvað lið með ruglað hárið labbandi um í sjúkra slopp en svo er að sjálfsögðu ekki. Geðsjúkir eru oft lokaðir inni á stofnunum og þeir eru einangraðir frá samfélaginu. Það er að okkar mati ekki rétta leiðin til bata, heldur ætti þvert á móti að koma geðsjúkum meira út í samfélagið. Geðsjúkir verða oft fyrir fordómum, fólk er hrætt við aðila sem þjást af geðsjúkdómi. Þessum fordómum þarf að eyða með fræðslu og umræðu.

Það eru margar manneskjur sem vinna í því að bæta hag geðfatlaðra,þar á meðal samtökin Geðhjálp.

Þar er um að ræða frábært framtak til geðsjúkra og allir ættu að vera stoltir af, því að það er að sjálfsögðu ekkert vit í að loka geðsjúka inni á stofnunum eins og húsdyr og leyfa þeim ekki að taka þátt í samfélaginu, því að það er nauðsynlegt fyrir þau að fá að lifa lífinu eins og allir aðrir því félagsleg þáttaka er oft besta meðalið.

 

 

Þjónusta við geðfatlað fólk
( Textinn hér fyrir neðan er af vefsíðu Geðhjálpar
)

9.10.2006
Ný stefna og framkvæmdaáætlun um þjónustu við geðfatlað fólk liggur nú fyrir. Á blaðamannafundi í morgun voru kynntar þær hugmyndir sem liggja að baki þessarar stefnu, auk framkvæmdaáætlunar verkefnisins. Auk félagsmálaráðherra voru á fundinum Dagný Jónsdóttir alþingismaður en hún er formaður verkefnisstjórnar sem hefur umsjón með framkvæmd verkefnisins.

Þetta málefni hefur verið á höndum félagsmálaráðuneytisins um nokkurt skeið, í góðri samvinnu við heilbrigðisráðuneytið í framhaldi af stefnumörkun ríkisstjórnarinnar. Í september á s.l. ári tók ríkisstjórnin ákvörðun um að verja einum milljarði af söluandvirði Símans og hálfum milljarði betur úr Framkvæmdasjóði fatlaðra til stofnkostnaðar vegna búsetu- og stoðþjónustu við geðfatlað fólk. Því fylgir einnig skuldbinding um rekstrarfjárveitingar. Sú stefna og framkvæmdaáætlun sem nú verður kynnt felur í sér hvernig staðið verður að verki.

Vel hefur verið vandað til undirbúnings þessa verkefnis. Að baki liggur ítarleg könnun á þjónustuþörfum geðfatlaðs fólks sem gerð var á öndverðu s.l. ári og náði til um 500 manns um land allt. Hún leiddi í ljós ýmislegt sem betur mátti fara, m.a. að vel á annað hundrað geðfatlaðs fólks hefði þörf fyrir og bæri að fá tækifæri til betri búsetu- og stoðþjónustu en það bjó við. Þá er átt við fólk sem býr við alvarlegar og langvinnar geðraskanir sem hafa í för með sér skerta færni til sjálfstæðrar búsetu, atvinnu eða virkrar þátttöku í samfélaginu að öðru leyti. Af því leiðir þörf fyrir fjölþætta þjónustu og stuðning sem ætla má að verði í mörgum tilvikum til langframa.

Á meðal þessa fólks eru einstaklingar sem hafa um árabil dvalið á geðheilbrigðisstofnunum en gætu búið sér heimili úti í samfélaginu með viðhlítandi stuðningi, í íbúðakjörnum eða þjónustuíbúðum. Einnig er um að ræða fólk sem býr hjá foreldrum eða ættingjum sem oft eru orðnir rosknir ellegar við aðrar aðstæður sem mætti bæta til muna. Ekki er síður mikilvægt að huga vel að annarri stoðþjónustu, starfsendurhæfingu og atvinnuþátttöku ef kostur er ellegar aðra endurhæfingu, vinnu á vinnustöðum fatlaðs fólks eða aðra iðju. Ákvörðunin um fjárframlag til verkefnisins byggir m.a. á niðurstöðum þessarar könnunar.

Á yfirstandandi ári hefur verið unnið ötullega að stefnumótun, frekari kostnaðargreiningu og framkvæmdaáætlunum sem nú liggja fyrir. Og verkefnið er þegar komið á skrið með því að félagsmálaráðuneytið hefur tekið við félagslegri þjónustu við 12 manns af geðsviði Landspítalans. Alls er gert ráð fyrir að það muni eiga við um rúmlega 70 manns á þessu ári og því næsta og framhaldið verður síðan eins og framkvæmdaáætlunin ber með sér.

Athygli hefur beinst í auknum mæli að aðstæðum og réttindamálum geðfatlaðs fólks undanfarin misseri. Sjónir hafa m.a. beinst að þörfum þess fyrir fjölbreyttari þjónustuúrræði og aukin lífsgæði og áhrifum notenda sjálfra á þjónustuna. Þá vex þeim hugmyndum stöðugt fylgi að færa beri þjónustu við fólk með geðraskanir í ríkari mæli út í samfélagið – frá hefðbundnum sjúkrahúsum – rjúfa einangrun og efla sjálfstæði þess og virkja þá reynslu og þekkingu sem það býr yfir. Búseta á áfangaheimili, í íbúðakjörnum eða þjónustuíbúð með fjölbreyttri og sveigjanlegri stoðþjónustu geti veitt stöðugleika og öryggi sem stuðli að jafnvægi í heilsufari, dragi úr líkum á endurinnlögnum á sjúkrahús og styrki bataferli. Ennfremur hefur athygli beinst að þörfum fyrir aukna samhæfingu þeirra sem annast stefnumótun og þjónustu í þessum efnum.

Mjög farsælt samstarf hefur verið milli ráðuneyta félags- og heilbrigðismála um þetta verkefni. Verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar beggja ráðuneytanna undir forystu Dagnýjar Jónsdóttur alþingismanns hefur starfað ötullega undanfarna mánuði og mun fylgja verkefninu eftir. Henni til fulltingis er ráðgjafahópur notenda og aðstandenda og framkvæmdahópar fagfólks ásamt verkefnisstjóra.   

Tekið af
vef geðhjálpar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband