Leita í fréttum mbl.is

Minnihlutahópar

Minnihlutahópar eru þeir sem fara ekki eftir settum reglum samfélagsins eru álitnir skrýtnir, afbrigðilegir eða óheilbrigðir.Þeir fylgja almennt ekki viðurkenndum viðmiðum og fá neikvæð viðbrögð samfélagsins. Sumum minnihlutahópum tökum við vart eftir en að öðrum þarf að hlúa að snögglega. Sumir minnihlutahópar  tengjast neikvæðri hegðun, eins og til dæmis afbrotagengi. Langflestir hóparnir eru þó ekki neikvæðir í sjálfu sér heldur fylgja ekki ríkjandi viðmiðum og gildum s.s. nýbúar, samkynhneigðir og sértrúarhópar. Minnihlutahópur í dag þarf ekki endilega að vera minnihlutahópur á morgun. Útivinnandi konur voru eitt sinn minnihlutahópur en eru það ekki í dag vegna þess að nú er það algengara en að konan vinni heima.

            Geðfatlaðir eru minnihlutahópur í samfélagi okkar. Þeir eiga oft mjög erfitt með að fóta sig í samfélaginu vegna fordóma og hræðslu fólks. Margir halda t.d. að allir geðveikir séu ofbeldishneigðir en svo þarf þó alls ekki að vera, þvert á móti eru færri geðfatlaðir sem beita ofbeldi heldur en fólk sem er heilt á geði.

     Geðsjúkir tilheyra oftast nær flokki löghlýðinna frávika, þótt að vissulega séu til mörg dæmi um annað.

Fjöldamargar stofnanir tengjast geðveikum, þeirra á meðal má nefna Geðhjálp, Kleppur, Landspítalinn, BUGL o.m.fl. Menn eru þó missammála um gagn sumra þessara stofnana.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband