Leita í fréttum mbl.is

Persónuleg reynsla

Pabbi minn þjáist af geðsjúkdóm sem kallast geðhvarfaýki sem einkennist af mislöngum tímabilum af þunglyndi og örlyndi(maníu). Á þessum tímabilum getur sjúklingurinn verið sturlaður þ.e.a.s. að raunveruleikaskyn hans er brenglað. Hversu oft sjúklingurinn fer á þessi tímabil er einstaklingsbundið og sumir fara jafnvel bara á eitt slíkt á ævinni en líklegra er að fólk fari oftar á þau ef meðferð er ekki hafin sem fyrst. Talið er að 1 - 2% landsmanna þjáist af geðhvarfasýki.

Mín reynsla er sú að pabbi hefur gengið oftar í gegnum þunnglyndis tímabil, þá getur hann ekki sofnað fyrr en undir morgun og sefur þá þ.a.l. langt fram á dag. Þá situr hann oftar en ekki í sófanum og hugsar um eitthvað sem ég veit ekki um. Kannski dauðann? Þegar hann er á þessu tímabili er hann atorkulaus og þróttlítill, erfiður til viðræðna og er oft eins og hann gangi í svefni. Stundum þegar hann fer í þunglyndi þá "brenglast" hann eða raunveruleikaskyn hans og honum finnst að enginn skilji sig og að enginn elski sig, og vegna þessa hefur hann reynt að svifta sig lífi en mistekist lukkulega.
Það er erfitt að búa með honum þegar hann er svona og þegar hann bjó annarsstaðar en heima þá heimsóttum við hann kannski allt of sjaldan og kannski þess vegna hefur honum fundist að enginn elski sig þegar hann fór í þunglyndi.

Ég man ekki eftir honum í örlyndi og kannski hefur hann tekið það út áður en ég man eftir mér eða þegar hann bjó ekki heima þannig að ég get ekki lýst því hvernig hann er þá.

En á milli þess sem hann fer í þunglyndi þá er hann alveg eðlilegur, hann er þá bara pabbi, hann skammast yfir ýmsu eins og allir foreldrar gera, hann spjallar, er í tölvunni, spjallar, fer út að skemmta sér með mömmu bara eins og flestir gera.

Ég hef lítið annað að segja og fer ekkert ýtarlegra en þetta um mína reynslu, þó svo að margt annað geti verið sagt.

kv. Aron B. Kristinsson


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband