Leita í fréttum mbl.is

Umfjöllun um hópinn, út frá hugmyndinni um frávikshegðun

Umfjöllunarefni okkar er geðsjúkdómar og geðhvörf.
Þessir hópar falla undir það sem við skilgreinum sem frávik, en félagsfræðileg skilgreining á hugtakinu frávik er að hegðun einstaklings eða hóps fylgi ekki viðurkenndum viðmiðum og fær neikvæð viðbrögð samfélagsins. En þess ber einnig að geta að geðfatlaðir flokkast einnig undir það sem við köllum minnihlutahóp  í samfélaginu. Minnihlutahópar eru oft stimplaðir skrítnir eða afbrigðilegir og á það mjög vel við um þann stimpil sem geðsjúkir fá á sig.  
Geðsjúkir sýna oft og iðulega hegðun sem við myndum líta á sem frávikshegðun. Þeir fara oft sínar eigin leiðir og eru oft sér á parti. Geðsjúkir gera oft mjög skrítna hluti sem menn sem eru heilir á geði myndu aldrei gera. Þeir eru oft uppstökkir og skapstórir, tala án samhengis og eru oft með ranghugmyndir um sjálfa sig og aðra. Margir hafa séð myndina Engla Alheimsins. Hún fjallar um nokkra vini sem kynnast á geðsjúkrahúsi. Í þeirri mynd lítur ein aðalpersónanna á sig sem Hitler og apar upp ýmsa siði sem hann hafði. Annar segist hafa samið öll bítlalögin og segir Bítlana hafa stolið þeim af sér - hann sendi þau með hugskeytum. Ef við myndum lenda í samtali við þesa menn þegar þeir væru í ástandi geðveikinnar myndum við strax sjá að þeir væru ekki eins og allir aðrir. Þannig eru geðsjúkir frávik, fylgja ekki viðurkenndum viðmiðum og gildum samfélagsins og þurfa oft að upplifa fordóma og þeir eiga erfitt með að fóta sig í samfélaginu sökum neikvæðra viðhorfa annarra á þeim. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband