Leita í fréttum mbl.is

Helstu stofnanir tengdar geðsjúkdómum

Fjölmargar stofnanir vinna saman að málefnum geðsjúkra og höfum við helst fjallað um Geðhjálp. Einnig eru stofnanir eins og Landspítalinn, Kleppur, Barna og unglingageðdeild Landspítalans(BUGL) og að lokum Öryrkjabandalagið sem tóku mjög vel á móti okkur þegar við leituðumst eftir því að fá að tala við formann þess.

Öryrkjabandalagið

Öryrkjabandalagið eru hagsmunasamtök öryrkja á Íslandi.

Framtíðarsýn Öryrkjabandalags Íslands er eitt samfélag fyrir alla þar sem jafnrétti ræður á öllum sviðum.

Samfélag þar sem fatlað fólk hefur tækifæri til þess að þroskast og nýta hæfileika sína til jafns við aðra þegna þessa lands og getur á hverjum tíma lifað og starfað á sínum eigin forsendum. Að skapa þjóðfélag sem byggir á aðlögun, samhjálp og gagnkvæmri virðingu.

Markmið Öryrkjabandalags Íslands eru:

  • jafnrétti til atvinnu.
  • jafnrétti til búsetu.
  • jafnrétti til félagslegrar þátttöku.
  • jafnrétti til heilbrigðisþjónustu.
  • jafnrétti til menntunar.
  • jafnrétti til sambærilegra kjara.

 

Geðhjálp var stofnað 9.október 1979 og er félag þeirra sem þurfa eða hafa þurft aðstoð vegna geðrænna vandamála, aðstandenda þeirra, og annarra sem láta sig geðheilbrigðismál varða.  Tilgangur félagsins er að bæta hag þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða svo og aðstandenda þeirra.

Aðal stefnumál geðhjálpar er að koma með nýjar víddir inní geðheilbrigðis geirann, þar sem að þau telja aðferðir eins og að loka fólk inni sé skammarleg meðferð á fólki og hreint og klárt mannréttindarbrot. Þau telja að fólk eigi að geta labbað inn og út að vild, og fengið þá ummönnun og aðhald sem það virkilega þarf, þau vilja ekki að fólk sé lokað inni eins og hvert annað húsdýr. Innan veggja geðhjálpar er starfrækt félagsmiðstöð sem er opin alla virka daga frá klukkan níu til fjögur og ellefu til eitt um helgar, þar getur fólk hist og m.a. spjallað saman um lífið og tilveruna og jafnvel tekið í spil ef svo ber undir. Með þessu er verið að leggja áherslu á að fólkið verði ekki fyrir svokallaðari stofnanaskemmd, sem lýsir sér þannig að fólk missir allt sjálfstæði og getur ekki þrifist eitt og sér í venjulegu samfélagi, það mætti líkja því við dýr sem geymd eru í dýragarði, þau myndu ekki getað lifað lengi út í villtri náttúrunni. Þau telja því að leiðin til bata sé án efa félagslega þátttaka.  Í kjallara hússins er svo skóli sem er ætlaður geðfötluðum og sérsniðinn að þeirra þörfum.Svo á efstu hæðinni eru ráðgjafar og sálfræðingar sem fólkið getur leitað til eftir þörfum. Þarna er ekki litið á fólkið sem sjúklinga heldur gesti, sem er nú heldur heimilislegra viðmót heldur en gengur og gerist á t.d. kleppi.

Kleppur: Heitir í dag Landspítali Kleppi. Fyrsta og þekktasta geðsjúkrahús á Íslandi, opnað árið 1907. Aðbúnaður geðsjúkra þótti mjög slæmur á árum áður en hefur sem betur fer batnað í dag. Nokkrar deildir eru reknar á Kleppsspítala. Starfsemi deildanna felst aðallega í endurhæfingu, veita þeim meðferð sem eru eða hafa verið með geðklofa. Einnig sér kleppur um að hjúkra þeim sem eru langtíma geðfatlaðir og líkamlega fatlaðir. Einnig er þeim sem eru alvarlega geðsjúkir veitt meðferð. 6 deildir eru á kleppsspítala, dagdeildir og göngudeildir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband