Leita í fréttum mbl.is

Samantekt, mat og niðurstaða

Okkur þótti þetta mjög áhugavert verkefni og efnið ekki síður spennandi. Við lögðum mikið á okkur við gerð þessarar síðu og við höfum eytt ófáum klukkutímum í að gera allt fullkomið og vonum að það hafi tekist. Samvinnan hefur gengið vel og hópurinn hefur skipt verkunum vel sín á milli.

Viðtölin tvö sem við tókum, við Sigurstein og Geðhjálp fannst okkur skemmtilegasti hluti verkefnisins og það opnaði augun okkar mun frekar fyrir efninu enda spurðum við spurninga sem okkur þóttu áhugaverðar og þau komu með marga áhugaverða punkta.

Okkur þótti leiðinlegt að heyra um aðbúnað geðsjúkra sem er oft á tíðum ekki nógu góður, þótt starfsfólk stofnana sem sjá um þá standi sig með prýði þá er kerfið sem slíkt ekki að virka, eins og við höfum fjallað um áður.

Við höfum lært mikið af þessu verkefni og skiljum nú betur hvernig það er að hafa geðsjúkdóm, það er enginn dans á rósum þótt það sé hægt að lækna sjúkdóminn ef réttum aðferðum er beitt og með mikilli elju. Við vonum að geðsjúkir fái betra tækifæri til að lifa í samfélaginu með "okkur hinum" enda skiptir það miklu máli að virkja sem flesta til að fá lækningu við sínum kvillum.

 Kveðjur, Arnar, Aron, Birgir Steinn og Viktor


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband